top of page

Cerec postulíns krónur og fyllingar

Óhætt er að segja að Cerec postulínsfyllingar hafi breytt meðferðarúrræðum tannlækna með afgerandi hætti. Um er að ræða hágæða fyllingar sem eru mjög fallegar og endingargóðar. Postulínið er úr feldspati og hefur einstaka hæfileika til að líkjast eigin tönnum. Einnig er þanstuðull postulínsins sá sami og tannanna og veldur því að fyllingin fellur afar vel við tönnina og fer vel með hana. Oft er hægt að gera við 3-5 tennur í sömu heimsókn og flýtir það mjög fyrir meðferð og hentar vel þeim sem ekki hafa tíma í til að mæta oft til tannlæknis.

before.jpg
after.jpg

Hér voru settar krónur til að endurheimta eðlilegt bros.

Þegar tönnin hefur verið hreinsuð er tekin mynd af henna og þrívíddar grafik forrit notað til að hanna fyllinguna. Síðan er hún fræst úr postulínskubbi á 10 mínútum. Nú hefur bæst við flóruna e-max postulín sem er sérstaklega hentugt þar sem bit álag er mikið og lítið pláss fyrir krónur eða fyllingar. Markmið okkar tannlækna hefur ávallt verið það að bjóða bestu fáanleg fyllingarefni. Á árum áður var nánast eingöngu hægt að nota gull eða silfur sem fyllingarefni í jaxla. Þótt bæði þessi efni hafi verið vel nothæf fylgdu þeim ýmsir annmarkar sérstaklega hvað útlit varðar. Þó að aldrei hafi tekist að sanna með óyggjandi hætti að kvikasilfrið í gömlu amalgam (silfur) fyllingunum sé hættulegt heilsu manna, er full ástæða að reyna að takmarka notkun þess eins og unnt er, þó ekki sé nema vegna umhverfissjónarmiða. Plastfyllingar henta vel í smærri viðgerðir og á framtannasvæðið, en þar sem plastið dregst saman við ljósherðingu er hætta á glufum í fyllingunum og spennu í tönnunum þegar stórar plastfyllingar eru settar í. Vegna þess eru Cerec postulínsfyllingar oft besti kosturinn vegna útlits og endingar.

 

CEREC fyllingar og krónur eru búnar til meðan þú ert í stólnum með tilheyrandi tímasparnaði. Þú þarft ekki að gera þér aðra ferð til tannlæknsins og fá aðra deyfingu. Með CEREC tækninni þarf ekki að smíða bráðabirgðakrónu en þær gátu átt til með að losna og juku á áhættuna á leka við brúnir. CEREC krónur og fyllingar eru málmlausar og eru því mjög líkar glerungi tannana. Styrkur CEREC postulínsins gerir það að mjög endingargóðu fyllingarefni þar sem ella væri nauðsynlegt að nota silfur eða plast. Öll plastefni sem notuð eru til tannfyllinga hafa þann ókost að þau dragast saman þegar þau eru ljóshert við ísetningu. Við þennan samdrátt skapast hætta á því að leki verði við brúnir. Þessi hætta eykst því stærri sem fyllingin er. Einnig er ákveðin hætta til staðar að við samdrátt plastsins komi sprungur í þunnar glerungsbrúnir. CEREC fyllingar eru hannaðar í tölvu og síðan fræstir úr postulínskubbum þannig að þær passa afar nákvæmlega ofan í tönnina. Síðan er fyllingin fest með sértstöku lími. Þessi aðferð, ásamt þeirri staðreynd að þanstuðull postulíns er svipaður og hjá tönninni, tryggir góða endingu þar sem síður er hætta á því að glufur opnist við brúnir.

bottom of page