Þórður Birgirsson - Tannlæknir
Tannlæknastofan Ármúla 23, S: 568-1111
.
 
Útlitsvandamál tanna geta verið margvísleg. Tannliturinn getur verið óeðlilega dökkur eða tennurnar skakkar og mislitar innbyrðis. Fólk er oft með gamlar fyllingar í framtönnum sem sjást greinilega milli tanna eða framan á þeim.

Brúnar tannsteinsútfellingar geta verið fastar í örsmáum ójöfnum í framtönnum og jöxlum. Tennurnar geta einnig verið ójafnar á köntum eða liturinn mismunandi og óeðlilegur. Algengt er að gamlar silfurfyllingar skíni í gegnum forjaxla þegar fólk brosir.

Í dag gerir fólk sífellt meiri kröfur um útlit. Að hafa fallegar hvítar tennur og heillandi bros er eitthvað sem allir vilja. Tannlæknar hafa mætt þessum kröfum og kalla nú fram bros hjá þeim sem hafa jafnvel ekki viljað sýna tennurnar í áraraðir.

ResultsYb

Nýjungar eins og CEREC postulínsfyllingar í jaxla gjörbreyta möguleikum tannlækna til að laga og fegra tennur þannig að þær verða nánast eins og nýjar. Vilji fólk losna við silfur og fá sterkt og endingargott efni í jaxla er þetta án efa einn besti kosturinn í dag.

Við höfum eitt markmið fyrir alla - heilbrigðar tennur alla ævi! Við lítum á forvarnir sem einn 
mikilvægasta þátt tannheilbrigðis. Forvarnir felast í reglulegu eftirliti, tannhreinsun og fræðslu.

vidgerd

Heilbrigði tanna byrjar í æsku. Barnatannlækningar miða  í raun að því að gera sem minnst við tennurnar. Á unglingsárunum geta komið upp ýmis vandamál tengd mataræði og munnhirðu. Tannskemmdir geta myndast á skömmum tíma ef munnhirða er vanrækt.  Foreldrar þurfa að vera vel á verði gagnvart gos og sælgætisneyslu barna. Fyrirbyggjandi aðgerðir eru mun árángursríkari en inngrip síðar.

Fegrunartannlækningar eru stundum nauðsynlegar til að gefa okkur það bros sem við viljum. Fallegt bros ber vott um hreysti og heilbrigði og gefur okkur aukið sjálfstraust. Hlutverk okkar tannlækna er að tryggja okkar sjúklingum fallegt bros með eins auðveldum hætti og unnt er. 

"Brostu, þá brosir heimurinn með þér..."

Þórður Birgisson
Tannlæknir
 
 

Þórður Birgirsson - tannlæknir | Tannlæknastofan, Ármúla 23,108 Reykjavík | Sími 568-1111